18. desember

Birt í Orð til umhugsunar

Á jóladagsmorgun kom einn úr hópnum með fallega skel til hans.
Þegar trúboðinn spurði nemandann hvar hann hefði fundið svona óvenjulega skel, svaraði hann, að hann hefði gengið langa leið að ákveðinni vík, sem væri eini staðurinn þar sem slíkar skeljar fyndust.
,,Það er dásamlegt að þú skulir hafa farið alla þessa leið til þess að sækja þessa fallegu gjöf fyrir mig,” sagði trúboðinn. Það birti yfir ásjónu nemandans og hann svaraði: ,,Löng ganga er hluti af gjöfinni.”
(Gerald Horton Bath, 1960)

(Heimild: Fjársjóður jólanna)