16. desember

Birt í Orð til umhugsunar

Fjárhirðarnir koma nær. Þeir sjá og finna að friður, gleði og kærleikur streyma frá þessu litla barni.
Saga tuttugu alda hefst í þessu fjárhúsi því að barnið er í sannleika sagt uppspretta allra hluta. Fyrir hann er í reynd allt endurnýjað, dauðinn yfirunninn, syndin fyrirgefin og paradís endurreist. Við finnum nýjan kærleikskraft þegar við biðjum frammi fyrir jötunni.
(Jóhannes páfi XXIII, 1966)

(Heimild: Fjársjóður jólanna)