15. desember

Birt í Orð til umhugsunar

Fjárhús úti í sveit í myrkri nætur. Ef til vill birta frá lítilli lugt. Hér er hinn réttláti maður, útvalinn af Guði, heilagur Jósef.
Og hér er móðir hins nýfædda barns geislandi af gleði yfir því kraftaverki, sem var að eiga sér stað. Hans hafði verið beðið frá ómunatíð. En hann kom í heiminn á þeirri stundu sem Guð ákvað sjálfur. Hann var agnarsmár og leið þegar skort og þjáningu. En hann var Orð Föðurins, Frelsari heimsins. Því meiri sem fátæktin og einfaldleikinn er því meiri eru töfrar og aðdráttarafl þessa barns.
(Jóhannes páfi XXIII, 1966)

(Heimild: Fjársjóður jólanna)