10. nóvember

Birt í Orð til umhugsunar

Antóníus ábóti bað Guð að sýna sér þann sem hafði náð eins langt og hann með allri sinni trúrækni. Og Guð sagði við hann:
,,Jú, það er þessi læknir í borginni. Frá sólarupprás til sólarlags alla daga tekur hann á móti sjúklingum og líknar þeim. Aldrei telur hann eftir sporin og er örlátur við fátæka, og allan daginn án afláts syngur hann í hjarta sínu með englunum: ,,Heilagur, heilagur, heilagur.” (Viska eyðimerkurfeðranna)
(Heimild: Orð í gleði)