30. október

Birt í Orð til umhugsunar

Borgarbúar stóðu í þröng meðfram götunum til að sjá. Við keisarahöllina í Róm stóð stór og skreyttur pallur þar sem fjölskylda keisarans og æðstu menn ríkisins gátu séð yfir hina glæsilegu sigurgöngu, þar sem keisarinn stóð í stíðsvagni sínum í broddi fylkingar með lárviðarkrans á höfði.
Meðfram allri leiðinni stóðu vopnaðir hermenn viðbúnir að halda öllu í röð og reglu. Þegar sigurgangan nálgaðist pallinn þar sem keisarafjölskyldan var saman komin, stökk litli sonur keisarans allt í einu ofan af pallinum og ruddist í gegnum mannfjöldann að sigurgöngunni. En þá stöðvaði hermaður hann. ,,Heyrðu litli vinur, þú mátt ekki fara lengra! Veistu ekki að þetta er sjálfur keisarinn, og enginn fær að hlaupa svona til hans!”
En drengurinn hló hátt og sagði: ,,Það getur vel verið að hann sé keisarinn þinn, en hann er pabbi minn!” (Helge Lundblad)
(Heimild: Orð í gleði)