28. október

Birt í Orð til umhugsunar

Ef leiðin virðist vönd
vertu ekki hryggur.
Það er eins og hulin hönd
hjálpi er mest á liggur.
 
Berðu alltaf höfuð hátt
hvað sem að þér gengur
vernda þú blómið veikt og lágt
vertu góður drengur.
 
Þegar þyngist hugurinn
þín er höndin lúin
þá er besta björgunin
bænin, ást og trúin
(Laufey Jakobsdóttir í Grjótaþorpinu)
 
(Heimild: Orð í gleði)