19. september

Birt í Orð til umhugsunar

Í Þebuborg hinni fornu stóð stytta Memnons, sonar morgunroðans. Þegar sól reis gaf styttan frá sér hljóm eins og þegar þaninn strengur brestur. Leyndarmálið var það að steinninn var sprunginn.

Menn fundu þessa rifu einhverju sinni þegar verið var að hreinsa styttuna en áttuðu sig ekki á samhenginu. Þeir fylltu því sprunguna. Þegar sólin roðaði tinda og varpaði gullnum ljóma yfir eyðimörkina þá fékk hún ekki sína fögru mörgunkveðju. Því frá þeirri stundu er menn löguðu styttuna, þagnaði hún.

Þetta er dæmisaga um hjarta manns og hið leyndardómsfulla andvarp sem við köllum bæn. Þegar við skynjum ljósið ljósið bjarta óma hin duldu sár. Þegar við fyllum líf og veru með þessa heims lausnum og ráðum, þá þagnar bænin og maðurinn heilsar ei framar skapara sínum og lausnara. (I er lerkar)

(Heimild: Orð í gleði)