Dagskrá um Bertel Thorvaldsen á listahátið

Karl Begas 001BertelThAð kvöldi sumardagsins fyrsta var efnt til dagskrár um Bertel Thorvaldsen í Seltjarnarneskirkju á listahátíð kirkjunnar.

Ólafur Egilsson flutti ávarp í upphafi og stjórnaði dagskránni. Þóra Kristjánsdóttir, listfræðingur, flutti erindi um Albert Thorvaldsen og trúarleg myndverk hans. Áshildur Haraldsdóttir, þverflautuleikari og Kristinn Árnason, gítarleikari léku tónlist er tengist Thorvaldsen. Friðrik Vignir Stefánsson, organisti, og Guðrún Helga Stefánsdóttir, sópran, fluttu nokkrar antikaríur. Dagskráin var vel sótt.

Sunnudagurinn 16. október

Messa og sunnudagaskóli kl. 11

bjarniSóknarprestur þjónar

Organisti kirkjunnar leikur á orgelið

 Æskulýðsfulltrúi og leiðtogar sjá um sunnudagaskólann

 Félagar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju leiða almennan safnaðarsöng

 Kaffiveitingar og samfélag eftir messu

 Sjáumst í kirkjunni á sunnudaginn!

Sunnudagurinn 23. október

karte finnlandFræðslumorgunn kl. 10

Finnland - hvaða land er það?!
Borgþór Kjærnested talar

Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11

Guðsþjónustan er tileinkuð Finnlandi
Sóknarprestur þjónar
Organisti kirkjunnar leikur á orgelið
Æskulýðsfulltrúi og leiðtogar sjá um sunnudagaskólann
Félagar úr Kammerkór kirkjunnar syngja
Veitingar í finnskum stíl eftir athöfn