Viljaspor með fræðslufund

16. febrúar kl. 19:30

adalbjorg
Félagið Viljaspor, félag um öryggi sjúklinga og úrvinnslu atvika í heilbrigðisþjónustu heldur fræðslufund 16. febrúar kl. 19:30 í safnaðarsal Seltjarnarneskirkju. Þar mun Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir hjúkrunarfræðingur halda erindi. 
Aðgangseyrir er kr. 500 og boðið verður upp á kaffi á fundi loknum þar sem gestum gefst kostur á að spjalla og eiga notalega stund þar sem samskiptin eru æfð og þeirra notið í ljósi innblásturs kvöldsins.
Allir hjartanlega velkomnir.
Árið 2012 bjó Aðalbjörg Stefanía til Samskiptaboðorðin sem eru: Horfa – heilsa – hlusta – hljóma – hrósa – hjálpa. 
Tilgangurinn með þeim er að gera okkur öllum mögulegt að eiga í góðum samskiptum. Í október 2016 kom út samnefnd bók hennar sem fjallar um ákveðna atburði og manneskjur sem standa Aðalbjörgu nálægt og sem hafa gefið henni merkingu í þjáningu og gleði lífsins og orðið þess óbeint valdandi að Samskiptaboðorðin urðu til. Hugmyndafræðin að baki Samskiptaboðorðunum er ekki flókin en reynir að skilgreina í hverju góð samskipti felast því þannig getum við aukið vellíðan okkar sjálfra um leið og annarra. Við þurfum aðeins að byrja á okkur sjálfum.
Aðalbjörg mun segja okkur nánar frá Samskiptaboðorðunum og samnefndri bók og benda okkur á hvernig Samskiptaboðorðin geta gagnast okkur í lífi og starfi.
 
Hlökkum til að sjá þig
Félagar í Viljaspor sjá nánar fb síðu félagsins https://www.facebook.com/Viljaspor/