31. janúar

Ef ég ætti eina ósk, aðeins eina ósk til handa þjóð minni, bæði ég þess,
að hver maður yrði haldinn miklum kærleiksþorsta til náungans, að móðirin unga vildi kenna barninu sínu að þekkja veginn, sem til hamingju leiðir, sem aðeins fæst með kærleika og bæn, og að uppalendur æskulýðs þessa lands legðu aðaláherslu á að sá í hjarta unglingsins neista kærleikans, svo að ekki komi til andlegt svelti. (Sigurlaug M. Jónasdóttir)
 
(Heimild: Lífsviðhorf mitt)