25. nóvember

Birt í Orð til umhugsunar

Páll postuli segir: ,,Verð ætíð glaðir.” Hvað þýðir þetta?
Kristin trú kennir þér að ganga ekki niðurlút(ur) og segja: ,,Þetta get ég ekki. Mig vantar allt til að geta hlýtt þessum orðum. Lífið er mér of erfitt.” Leyfðu þér að gleðjast. Þegar þú hefur tekið Pál á orðinu muntu finna fyrir frelsistilfinningu. Þú munt finna að þú býrð yfir meiri krafti en þig óraði fyrir. Mundu því þessi þrjú orð. (Norman Vincent Peale)
(Heimild: Máttur bænarinnar)