24. nóvember

Birt í Orð til umhugsunar

Mörg stórmenni sögunnar hafa kennt okkur hvert gildi hugsunar og bænar er.
Tökum sem dæmi Cicero. Hann sagði: ,,Að lifa er að hugsa,” sem þýðir að ef þú hugsar ekki, ertu ekki raunverulega lifandi. Benjamin Disraeli, fyrrum forsætisráðherra Bretlands, sagði: ,,Hugsaðu hátt, því þú kemst aldrei hærra en hugsanir þínar.” Hversu langt viltu ná? Hugsaðu þangað. Náðu síðan markmiði þínu fyrir bæn til Guðs og daglega iðjusemi. Alfred Tennyson lávarður sagði: ,,Enginn getur gert sér í hugarlund allt það sem unnist hefur fyrir bæn.” John Greenleaf Whittier sagði: ,,Hjartahreinn og kærleiksríkur biðjandi öðlast.” (Norman Vincent Peale)
(Heimild: Máttur bænarinnar)