23. nóvember

Birt í Orð til umhugsunar

Orðin ,,hugsun” og ,,bæn” eru tákn fyrir öflugustu lyklana sem almáttugur Guð hefur veitt manneskjunni til notkunar.
Orðin eru tvær hliðar á sama fyrirbæri. Hvernig má það nú vera? Jú, bænin er að vissu leyti hugsun, hugsun sem fer jafnt á djúpmið sem himinslóð. Ég  er sannfærður um að með hugsun og bæn getur þú þraukað og sigrast á úrlausnarefnum lífs þíns. (Norman Vincent Peale)
(Heimild: Máttur bænarinnar)