19. október

Birt í Orð til umhugsunar

Verkin mín, Drottinn, þóknist þér
þau láttu allvel takast mér,
Ávaxtasöm sé iðjan mín
yfir mér hvíli blessun þín.  (Hallgrímur Pétursson)
 
Ef maður er kallaður til að vera götusópari, þá ætti hann að sópa göturnar eins og Michaelangelo málaði, eins og Beethoven samdi tónlist, eins og Shakespeare orti sonnettur. Hann ætti að sópa göturnar svo að Drottinn himins og jarðar nemi staðar og segi: ,,Hér var mikill götusópari sem leysti verk sitt vel af hendi.” (M.L. King)
 
(Heimild: Orð í gleði)