12. september

Birt í Orð til umhugsunar

12. september
Einu sinni var mús sem var svo hrædd við ketti að hún bað töframann að breyta sér í kött. Það bægði hræðslunni frá, þangað til hún mætti hundi. Hún grátbað töframanninn að breyta sér í hund. Músin sem varð köttur og síðan hundur var ánægð með lífið þar til hún mætti tígrisdýri, svo enn varð töframaðurinn við ósk hennar að breyta henni í það sem hún óttaðist. En þegar tígurinn kom aftur, titrandi af skelfingu yfir því að hafa séð veiðimann, þá sagði töframaðurinn að nú væri nóg komið. ,,Ég breyti þér aftur í mús, vegna þess að þótt þú hafir líkama tígrisdýrs þá ertu enn meða músarhjarta.”
Hversu margir eru þeir ekki sem hafa byggt utan um sig öfluga vörn gegn lífinu og háskanum, en eru hið innra skelfd og kvíðin? Við mætum óttanum með afli eða auði, við leitum öryggis í hlutum, frægð, stöðu? En verkar það? Hugrekki sprettur af því hver við erum hið innra. Hið ytra getur veitt styrk en það er hjartað eitt sem gefur hugrekki.
,,Hjarta yðar skelfist ekki, trúið á Guð og trúið á mig.” (Jóh. 14.1)
(Heimild: Orð í gleði)
Einu sinni var mús sem var svo hrædd við ketti að hún bað töframann að breyta sér í kött. Það bægði hræðslunni frá, þangað til hún mætti hundi. Hún grátbað töframanninn að breyta sér í hund. Músin sem varð köttur og síðan hundur var ánægð með lífið þar til hún mætti tígrisdýri, svo enn varð töframaðurinn við ósk hennar að breyta henni í það sem hún óttaðist. En þegar tígurinn kom aftur, titrandi af skelfingu yfir því að hafa séð veiðimann, þá sagði töframaðurinn að nú væri nóg komið. ,,Ég breyti þér aftur í mús, vegna þess að þótt þú hafir líkama tígrisdýrs þá ertu enn meða músarhjarta.”

Hversu margir eru þeir ekki sem hafa byggt utan um sig öfluga vörn gegn lífinu og háskanum, en eru hið innra skelfd og kvíðin? Við mætum óttanum með afli eða auði, við leitum öryggis í hlutum, frægð, stöðu? En verkar það? Hugrekki sprettur af því hver við erum hið innra. Hið ytra getur veitt styrk en það er hjartað eitt sem gefur hugrekki.

,,Hjarta yðar skelfist ekki, trúið á Guð og trúið á mig.” (Jóh. 14.1)

(Heimild: Orð í gleði)