9. september

Birt í Orð til umhugsunar

Star InactiveStar InactiveStar InactiveStar InactiveStar Inactive
 

Breskur maður, Crawford að nafni, fæddist handalaus og auk þess með báða fætur vanskapaða. Í handastað er þumall og fingur við vinstri framhandlegg og eins konar þumall við hægri framhandlegg. Crawford varð tennishetja í menntaskóla og hefur öðlast landsfrægð fyrir hvatningarræður sínar. Hann rakti velgengni sína til jákvæðra viðhorfa, trúar og bænar.
,,Þegar ég varð eldri,” sagði hann, ,,fór ég að trúa meir og sterkar á að Guð hefði gefið mér hendur mínar og fætur í ákveðnum tilgangi. Til að hjálpa öðrum að komast yfir hindranir í lífi sínu. Afl trúarinnar og máttur bænarinnar geta hjálpað okkur að sjá skýrar þau tækifæri sem lífið færir að höndum. Að treysta á dóm Guðs og trúa á hið góða í lífinu hefur komið mér í gegnum erfiðleika.” (Christianity Today)

 

(Heimild: Orð í gleði)