Hvítasunnudagur – 24. maí kl. 11

Hvítasunnudagur – 24. maí kl. 11

Létt afmælisguðsþjónusta á hvítasunnudag.

Léttir sálmar sem eru þægilegir til söngs. Sögustund fyrir börnin sem fá blöðrur í tilefni dagsins.

Sr. Bjarni Þór Bjarnason, sóknarprestur, þjónar.

Friðrik Vignir Stefánsson er organisti. Félagar úr Kammerkór Seltjarnarness leiða almennan safnaðarsöng.

Kaffiveitingar í anda hvítasunnudags.

Rauður grænmetis- og ávaxtamarkaður (paprikur, tómatar og epli) eftir athöfn til styrktar innanlandsaðstoð Hjálparstarfs kirkjunnar. Hóflegt verð.

Sjáumst hress á þessari fjölskyldustund!

Sunnudagurinn 17. maí

Guðsþjónusta kl. 11.

norway-flagÞjóðhátíðardags Norðmanna minnst.

Sr. Bjarni Þór Bjarnason þjónar. Elín Erlingsson les ritningarlestra. Reynir Jónasson er organisti. Félagar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju leiða almennan safnaðarsöng.

Kaffiveitingar að hætti Norðmanna og samfélag eftir athöfn.

Uppstigningardagur – 14. maí

Guðsþjónusta á Degi eldri borgara kl. 11

Þórey Dögg Jónsdóttir, djákni og framkvæmdastjóri Eldriborgararáðs Reykjavíkurprófastsdæma flytur hugleiðingu.

Sr. Bjarni Þór Bjarnason, sóknarprestur í Seltjarnarneskirkju og sr. Magnús Björn Björnsson, formaður ellimálanefndar þjóðkirkjunnar, þjóna fyrir altari.

Erna Kolbeins og Guðmundur Hjálmarsson lesa ritningarlestra.

Kristín Hannesdóttir umsjónarmaður félagsstarfs eldri bæjarbúa á  Seltjarnarnesi, les bænir.

Organisti er Friðrik Vignir Stefánsson.

Kammerkór Seltjarnarneskirkju, Barnakórinn Litlu snillingarnir og Sönghópur eldri bæjarbúa á Seltjarnarnesi, Gömlu meistararnir syngja undir stjórn Ingu Bjargar Stefánsdóttur og Friðriks Vignis Stefánssonar.

Kaffiveitingar í boði safnaðarins.

Handverkssýning

Handverkssýning á verkum eldri bæjarbúa opnar kl. 15 á Skólabraut 3-5. Kaffi og vöfflur til sölu í eftirmiðdaginn á Skólabrautinni.