GLS samverur í Seltjarnarneskirkju

GLS eða Global Leadership Summit er alþjóðleg ráðstefna fyrir leiðtoga innan kirkju sem utan. Fyrirlestrarnir eru sýndir á ráðstefnu á Íslandi í byrjun nóvember ár hvert. Í framhaldi af því eru þeir gefnir út á DVD. Við í Seltjarnarneskirkju ætlum að nýta okkur þetta efni til uppbyggingar og fræðslu.

Við horfum saman á einn fyrirlestur í mánuði og ræðum efni hans í litlum hópum.

Fyrsta GLS samveran verður í kirkjunni okkar, miðvikudaginn 20.

febrúar,kl.20:00 til 22:00. Nánari upplýsingar þegar nær dregur. Sjá einnig www.gls.is