Í tilefni af samkomubanni vegna Covid 19

Allt formlegt starf Seltjarnarneskirkju fellur niður: Messur, sunnudagaskóli, æskulýðsstarf, kóræfingar og annað safnaðarstarf fellur niður fram yfir páska.

Meðan á samkomubanninu stendur verður streymi á Facebook Seltjarnarneskirkju frá  helgistund á sunnudögum kl.13 og frá bænastund á miðvikudögum kl. 12. Sunnudagaskólinn setur einnig inn nýtt efni á hverjum sunnudegi.

Kirkjuklukknum er hringt kl. 12  í þrjár mínútur alla dag  samkvæmt ósk biskups Íslands. Bænastundir verða alla daga kl. 12 í Seltjarnarneskirkju meðan á samkomubanninu stendur. Við biðjum fyrir landi og þjóð á tímum veirunnar.  Fólk getur komið bænaefnum til sóknarprests í síma 899-6979.

Samtals og sálgæslusími Seltjarnarneskirkju

Opin lína hjá sóknarpresti kirkjunnar 899-6979, hvort sem fólk vill ræða daginn og veginn eða vanlíðan og áhyggjur.

Helgihald yfir hátíðarnar

Helgihald

altari
23. desember – Þorláksmessa – fjórði sunnudagur í aðventu
Orgeltónar við kertaljós kl. 22. 
Friðrik Vignir Stefánsson leikur á orgelið og Eygló Rúnarsdóttir syngur.
 
24. desember – aðfangadagur jóla
Samvera kl. 14.
Sálmurinn Heims um ból 200 ára – 1818-2018.  
Sr. Kristján Valur Ingólfsson, fyrrverandi vígslubiskup,  flytur hugleiðingu um sálminn Heims um bó.
Aftansöngur kl. 18. 
Sóknarprestur þjónar. Organisti kirkjunnar leikur á orgelið. Ragnhildur Dóra Þórhallsdóttir syngur einsöng. Félagar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju syngja.  Friðrik Karlsson leikur á gítar.
Helgistund á miðnætti, kl. 24, á jólanótt
Sóknarprestur þjónar. Organisti kirkjunnar leikur á orgelið. Þorsteinn Freyr Sigurðsson syngur. Heims um ból sungið við kertaljós og gítarundirleik. 
 
25. desember – jóladagur
Hátíðarguðsþjónusta kl. 14. 
Sr. Ragnheiður Erla Bjarnadóttir prédikar. Sóknarprestur þjónar fyrir altari. Organisti kirkjunnar leikur á orgelið.  Þóra H. Passauer syngur einsöng.  Kaffiveitingar og samfélag eftir athöfn í safnaðarheimilinu.
 
26. desember – annar í jólum
Helgistund kl. 10 í tengslum við Kirkjuhlaup Trimmklúbbs Seltjarnarness. Sóknarprestur þjónar og organisti kirkjunnar leikur á orgelið.
Heitt súkkulaði og smákökur í safnaðarheimilinu eftir hlaup.
 
30. desember – sunnudagur á milli jóla og nýárs
Guðsþjónusta kl. 11.
Sóknarprestur þjónar. Organisti kirkjunnar leikur á orgelið. Brynhildur Þóra Þórsdóttir syngur einsöng. Kaffiveitingar og samfélag eftir athöfn í safnaðarheimilinu.
 
31. desember – gamlársdagur
Kirkjan opin kl. 20.30-22 á sama tíma og fólk fer á og kemur af brennu.
Heitt súkkulaði og smákökur í safnaðarheimilinu. Tónlist leikin í kirkjunni.
 
Fyrsti janúar 2019 – nýársdagur
Hátíðarguðsþjónusta kl. 14.
Sr. Eiríkur Jóhannsson prédikar. Sóknarprestur þjónar fyrir altari. Organisti kirkjunnar leikur á orgelið.  Sigþrúður Erla Arnardóttir syngur einsöng. kaffiveitingar og samfélag eftir athöfn í safnaðarheimilinu.

 

Laugardagurinn 15. desember

kristnihald50 ár liðin frá útkomu Kristnihalds undir Jökli eftir Halldór Laxness og 20. ártíð skáldsins. 

Kaffikarlar sjá um lestur valinna kafla úr Kristnihaldinu kl. 14 - 16.

Í lestrarhléi er boðið upp á kaffi og stríðstertur í safnaðarheimilinu, að hætti Hnallþóru.

Sunnudagurinn 16. desember

Þriðji sunnudagur í aðventu

Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11.  

adventa3kertiSóknarprestur þjónar ásamt leiðtogum í sunnudagaskólanum.  Organisti kirkjunnar leikur á orgelið. Sigurður Gíslason og Ellert Blær Guðjónsson syngja í athöfninni. Jólasveinninn kemur í heimsókn og gefur börnunum gjafir.  Kaffiveitingar og samfélag í safnaðarheimilinu eftir athöfn.

Aðventukvöld 2. desember

Aðventukvöld 2. desember kl. 20

adventa01Sr. Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti, flytur hugleiðingu.

Barnakór Seltjarnarneskirkju og Kammerkór Seltjarnarnarneskirkju syngja. Almennur söngur.

Kaffiveitingar í safnaðarheimilinu eftir athöfn.