Sunnudagurin 4. september 2022

Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11

Sóknarprestur þjónar.

Organisti kirkjunnar leikur á orgelið.

Félagr úr Kammerkórnum leiða almennan safnaðarsöng.

Kaffiveitingar og samfélag eftir athöfn í safnaðarheimilinu.

Uppskeruguðsþjónusta

Uppskerumessa 1

Helgina 26.-28. ágúst var bæjarhátíð á Seltjarnarnesi þar sem ýmislegt var til skemmtunar. Seltjarnarneskirkja var virkur þátttakandi í hátíðinni með hamónikkuleik organistans Friðriks Vignis Stefánssonar í Gróttu þar sem hann stóð fyrir söngstund á laugardeginum. Hann mætti þar á fjölskylduhátíð ásamt sóknarprestinum sr. Bjarna Þór Bjarnasyni. Þar sungu þeir með fólkinu lög sem allir þekkja fyrir utan Albertsbúð. Þetta var að sögn sóknarprestsins mjög skemmtilegt.

Sjá nánar frétt á kirkjan.is

Sunnudagurinn 28. ágúst 2022

Uppskeruguðsþjónusta kl. 11. á bæjarhátíð á Seltjarnarnesi.  

graenmetiSr. Bjarni Þór Bjarnason þjónar.

Friðrik Vignir Stefánsson er organisti. Félagar úr Kammerkórnum syngja.

Kaffiveitingar og samfélag eftir athöfn í safnaðarheimilinu.

Að lokinni guðsþjónustunni verður hinn árlegi grænmetismarkaður í safnaðarheimilinu til styrktar innanlandsstarfi Hjálparstarfs kirkjunnar. Sanngjarnt verð.

Á miðvikudaginn verður svo morgunkaffi í kirkjunni frá kl. 9.