Sunnudagurinn 16. október

Fræðslumorgunn kl. 10

María Guðsmóðir í bókmenntum og listum

Dr. Pétur Pétursson, prófessor emeritus, talar


Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11

Sóknarprestur þjónar

Organisti kirkjunnar leikur á orgelið

Félagar úr Kammerkórnum syngja

Kaffiveitingar og samfélag eftir athöfn í safnaðarheimilinu

Sunnudagurinn 9. október

Fræðslumorgunn kl. 10

Þorlákur helgi

Ásdís  Egilsdóttir, prófessor emeritus, talar


Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11

Sr. Jón Ásgeir Sigurvinsson, héraðsprestur, þjónar

Friðrik Vignir Stefánsson er organisti

Félagar úr Kammerkórnum syngja

Kaffiveitingar og samfélag eftir athöfn í safnaðarheimilinu

Laugardagurinn 8. október

Forvitnilegt málþing með kunnum fyrirlesurum 

Laugardaginn 8. október kl 14 - 16  verður sérstök dagskrá
– m á l þ i n g -- um  hugtökin sem hátíðin er helguð.  

listahatidÍ upphafi þeirrar dagskrár flytur Selkórinn, sem starfað hefur um áratugaskeið á Seltjarnarnesi, nokkur lög sem hæfa tilefninu: Helgir staðir, helgar stundir. Stjórnandi er Fjóla Kristín Nikulásdóttir.  

Síðan halda fimm fræðimenn  stutt erindi um efnið og eiga samræður við áheyrendur um það:    

  • Ari Páll Kristinsson, rannsóknarprófessor, Í helgidómnum. Um notkun og merkingarsvið hugtakanna helgi og heilagleiki.  
  • Gunnar Jóh. Gunnarsson, prófessor em., Ungt fólk og hið heilaga á tímum afhelgunar og fjölmenningar.  
  • Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur, Afhelgun alls? Hérlend tómhyggja og framtíð hennar. 
  • Rúnar Vilhjálmsson prófessor Samfélagsbreytingar og trúarlíf, áskoranir kirkjunnar  
  • Sigurður J. Grétarsson prófessor, Helgun staða og stunda. 

Umræðum stýrir Svana Helen Björnsdóttir, starfandi formaður sóknarnefndar.

Dagskrá Listahátíðar má sjá hér fyrir neðan