Sunnudagurinn 11. desember

Fræðslumorgunn kl. 10

Sr. Jón Steingrímsson og móðuharðindin.

Jón Kristinnn Einarsson, sagnfræðingur, talar.


Þakkargjörðarguðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11

adventa3kertiSóknarprestur þjónar.

Organisti kirkjunnar leikur á orgelið.

Þriðja kerti aðventukransins tendrað.

Anton Sigurðsson, pípulagningarmeistari, segir frá borholu 17 á Nesinu.

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra, spjallar um hitaveitumál.

Félagar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju syngja.

Kaffiveitingar og samfélag eftir athöfn í safnaðarheimilinu.

Miðvikudagur 7. desember

Jólatónleikar Kammerkórs Seltjarnarneskirkju

kirkja nordurljosHinir árlegu jólatónleikar Kammerkórs Seltjarnarneskirkju verða haldnir miðvikudaginn 7. desember kl. 20.

Á dagskrá verða jólalög úr ýmsum áttum, íslensk jafnt sem erlend.

Einsöngvarar og hljóðfæraleikarar úr röðum kórfélaga munu einnig stíga á stokk með sóló, dúetta, tríó og kvartetta.

Stjórnandi er Friðrik Vignir Stefánsson.

Verð kr. 2000.

Sunnudagurinn 4. desember

Fræðslumorgunn kl. 10.

Bergur Þ. Gunnþórsson, viðskiptagreinir, segir frá reynslu sinni að búa á Grænlandi.

Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11.  

adventa 2kertiLjósið tendrað á Betlehemskertinu.

Sóknarprestur þjónar. Organisti kirkjunnar leikur á orgelið.

Félagar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju leiða almennan safnaðarsöng.

Ljósin kveikt á jólatrénu við Seltjarnarnarneskirkju.

Kaffiveitingar og samfélag eftir athöfn í safnaðarheimilinu.


Minnum á morgunkaffi kl. 9 og kyrrðarstund kl. 12 á miðvikudag.