Sunnudagurinn 11. desember

Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11

adventa3kertiSóknarprestur þjónar - Organisti kirkjunnar leikur á orgelið.
Ragnar Aðalsteinsson, hæstarréttarlögmaður, flytur hugleiðingu.
Jólasveinninn kemur í heimsókn í sunnudagaskólann með glaðning.
Félagar úr Kammerkórnum syngja.
Ljósin tendruð á jólatrénu á Valhúsahæð eftir athöfn. Guðmundur Brynjar Þórarinsson leikur á trompet.
Myndlistarsýning Söru Elísu Þórðardóttur, listamanns, opnuð í safnaðarheimilinu.
Kaffiveitingar og samfélag eftir athöfn.

JÓLATÓNLEIKAR 7.des

Jólatónleikar Kammerkórs Seltjarnarneskirkju

haust2016 Kammerkor

Minnum á árlegu jólatónleika Kammerkórs Seltjarnarneskirkju 7. des kl.20:00.  Fjölbreytt efnisskrá með skemmtilegri jólatónlist bæði erlend og íslensk. Kórfélagar munu einnig syngja einir eða fleiri saman. Renata Ivan er meðleikari bæði á píanó og orgel. Frítt inn og allir velkomnir. Notaleg kvöldstund fyrir svefninn :)

Sunnudagurinn 4. desember

Messa og sunnudagaskóli kl 11
2. sunnudagur í aðventu.

Sóknarprestur þjónar.
Organisti er Glúmur Gylfason.
Æskulýðsfulltrúi ásamt leiðtogum sjá um sunnudagaskólann.
Félagar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju leiða almennan safnaðarsöng.
Kaffiveitingar og samfélag eftir athöfn.

Undur einnar stundar

Undur einnar stundar

Minningarkvöld um Einar Heimisson

Haldið í Seltjarnarneskirkju 2.desember 2016 kl.20

***

Samið í minningu Einars

Frændi þegar fiðlan þegir

Sönglag eftir Gunnstein Ólafsson tónskáld og félaga í Freiburg

Egill Árni Pálsson tenór og Kristinn Örn Kristinsson píanó

***

Undur einnar stundar – lífið í verkum Einars Heimissonar

Heimildarmynd eftir Kristrúnu Heimisdóttur og Karl Lilliendahl

***

Tónar og tal

Píanóleikur Jóns Sigurðssonar milli þess sem

Hrafn Jökulsson, Gunnar H. Kristjánsson og Kristín Hjálmtýsdóttirtaka til máls

***

Hressing og samvera

Í boði fjölskyldu Einars í safnaðarheimili kirkjunnar

Þriðjudagurinn 29. nóvember

Stund fyrir eldri bæjarbúa kl. 14

Þór Jakobsson, veðurfræðingur, kemur í heimsókn,  og segir frá væntanlegri bók sem heitir sem ber heitið:

,,Lýðveldisbörnin – minningar frá lýðveldishátíðinni 1944".

Kaffiveitingar á kr. 500.-

Fjölmennum á þessa stund og munum að maður er  manns gaman!