Foreldramorgnar eru byrjaðir

foreldramorgnar_litur2Foreldramorgnar kl. 10:00 - 12:00 á fimmtudögum

Foreldramorgnar eru í kirkjunni á fimmtudagsmorgnum, kl. 10:00 - 12:00 yfir vetrartímann.  Þangað eru velkomnir allir foreldrar ungra barna með börn sín til að fræðast, kynnast og leyfa börnunum að leika sér saman.  Við stefnum að því að hafa fræðslu og umræðuefni annan hvern fimmtudag og svo kaffi og spjall hinn fimmtudaginn. Við viljum móta dagskrána sem mest í samráði við ykkur, fá að heyra hverjar óskir ykkar eru og hvað þið mynduð helst vilja gera á þessum morgnum.  Endalaust er hægt að finna áhugaverð umræðuefni, en hugmyndirnar þurfa fyrst og fremst að koma frá ykkur.

6-12 ára haustið 2016

BARNASTARF SELTJARNARNESKIRKJU

fimmtudaga kl.16:15-17:15 
Fyrir alla krakka 6-12 ára 
 
8. sept.    Samhristingur
15.sept.    Útileikir
22.sept.    Bíó og popp
29.sept     Sögustund
6.okt.         Pokémonfundur
13.okt.       Bingó
20.okt.       Vetrarfrí
27.okt.       Kókoskúlugerð
3.nóv.        Ótrúleikar
10.nóv.      Matarboð (Allir koma með eitthvað)
17.nóv.      Teiknileikni
24.nóv.      Frisbígolf
1.des.        Jólaföndur
8.des.        Skreyta piparkökur
15.des.      Litlu jólin
 
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest
Starfsfólk Seltjarnarneskirkju 

Kyrrðarstundir byrja aftur

baenastandurFyrsta kyrrðarstundin í Seltjarnarneskirkju að loknu sumarleyfi verður miðvikudaginn 7. september kl. 12. Léttur málsverður eftir stundina. Kyrrðarstundir verða framvegis á miðvikudögum kl. 12 fram í júní á næsta ári.

Sunnudagurinn 4. september

Guðsþjónusta kl. 11

sunnudagaskoliSr. Tómas Sveinsson, þjónar.
Sunnudagaskólinn hefst að loknu sumarleyfi.
Organisti kirkjunnar leikur á orgelið. Kammerkór kirkjunnar syngur.
Kaffiveitingar og samfélag eftir athöfn.

Sunnudagurinn 28. ágúst

Guðsþjónusta kl. 11

sumarminiAthöfnin tengist bæjarhátíðinni og verður því með appelsínugulu ívafi, þar sem kirkjan er í appelsínugula hverfinu.

Sr. Bjarni Þór Bjarnason, sóknarprestur, þjónar.

Friðrik Vignir Stefánsson er organisti.

Félagar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju syngja.

,,Appelsínugular” veitingar og samfélag eftir athöfn!