Sunnudagurinn 23. apríl

Fræðslumorgunn kl. 10

Jón Eiríksson landsfaðir á átjándu öld.Hrafn Sveinbjarnarson, sagnfræðingur og héraðsskjalavörður, talar. 

Tónlistarguðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11

Tónlistarguðsþjónusta í Seltjarnarneskirkju. Þar mun allur Kammerkór Seltjarnarneskirkju koma fram í messunni og flytja kórtónlist frá hinum ýmsu tímabilum, barrokk, rómantík og nútíma og eru sum þeirra frumflutningur hér á Íslandi. Þessi kórverk eru eftir bæði erlend og íslensk tónskáld. Kammerkórinn mun svo flytja þessa kórtónlist aftur ásamt öðrum kórverkum á Vortónleikum sem verða miðvikudaginn 24. maí n.k.

Sóknarprestur þjónar. Friðrik Vignir Stefánsson er organisti. 

Kaffiveitingar og samfélag eftir athöfn í safnaðarheimilinu. 

Aðalsafnaðarfundur kl. 12.15.

Sunnudagurinn 16. apríl 2023  

kirkja_altari_vor.jpg

Fræðslumorgunn kl. 10

Ferðasaga frá Ísrael.

Verkfræðingarnir Svana Helen Björnsdóttir og Sæmundur Hafsteinsson, tala.

Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11

Sr. Bjarni Þór Bjarnason þjónar.

Arngerður María Árnadóttir er organisti.

Félagar úr Kammerkór kirkjunnar syngja.

Kaffiveitingar í safnaðarheimilinu.

Páskadagur

altari naer

Hátíðarguðsþjónusta

Hátíðarguðsþjónusta kl. 8 árdegis.

Morgunverður að loknu helgihaldi í safnaðarheimilinu. 

Helgistund á Hjúkrunarheimilinu Seltjörn

Helgistund á Hjúkrunarheimilinu Seltjörn kl. 11.