Stund fyrir eldri bæjarbúa

Þriðjudagurinn 30. apríl kl. 14

 Stund fyrir eldri bæjarbúa

Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra, kemur í heimsókn

Kaffi og með því á kr. 500.-  

Sjáumst hress!

Sunnudagurinn 28. apríl

Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11.

Sr. Bjarni Þór Bjarnason, sóknarprestur, messar.

Friðrik Vignir Stefánsson er organisti.

Félagar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju syngja.

Sellósveitin Askja leikur nokkur lög. Hana skipa þau Anna Jórunn Stefánsdóttir, Guðrún Svana Hilmarsdóttir, Páll Einarsson, Sandra Ósk Snæbjörnsdóttir og Sverrir Teitsson.

Kaffiveitingar og samfélag eftir athöfn í safnaðarheimili kirkjunnar.

Skírdagskvöld í Seltjarnarneskirkju

IMG 20190418 183132

Myndir frá 18. apríl á skírdagskvöldi í Seltjarnarneskirkju. Í þriðja sinn var  boðið upp á máltíð í kirkjunni að danskri fyrirmynd á skírdag kl. 18.

Sóknarprestur þjónaði ásamt organista kirkjunnar. Félagar úr Kammerkórnum leiddu almennan safnaðarsöng. Eftir altarisgöngu var boðið upp á kalt lambalæri með heitri sósu og kartöflusalati. Á sjöunda tug manna tóku þátt í athöfninni.

IMG 20190418 183232