Kirkjustarfið framundan

Sunnudagurinn 5. nóvember 2023

Fræðslumorgunn kl. 10:00

Ferð til Perú.  Gunnhildur Skaftadóttir, landfræðingur, segir frá ferð sinni til Perú í máli og myndum.

Messa kl. 11

Sóknarprestur þjónar. Organisti kirkjunnar leikur á orgelið.  Félagar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju leiða almennan safnaðarsöng.  Elín Skúladóttir les ritningarlestra.

Kaffiveitingar í safnaðarheimilinu eftir athöfn.

Sunnudagaskóli kl. 13

Söngur, saga og föndur.

Fundur í æskulýðsfélaginu kl. 20

Unglingarnir funda í Seltjarnarneskirkju

Miðvikudagurinn 8. nóvember

Foreldramorgunn kl. 10-12

Morgunkaffi kl. 9-11 – samræður um þjóðmál

Kyrrðarstund kl. 12 – léttur málsverður

Karlakaffi

Karlakaffi alla þriðjudaga og fimmtudaga kl. 14-16

 

 

Sunnudagurinn 29. október 2023

Fræðslumorgun kl. 10:00

Guðsþjónusta kl. 11:00

Sóknarprestur þjónar.  Organisti kirkjunnar leikur á orgelið.  Félagar úr Kammerkórnum syngja.

Málverkasýning Oddnýjar Björgvinsdóttur opnuð.

Kaffiveitingar og samfélag í safnaðarheimili kirkjunnar.

Sunnudagaskóli kl. 13:00

Söngur, föndur og saga.  Boðið upp á djús og kex.

STUND FYRIR ELDRI BÆJARBÚA

Þriðjudaginn 31. október 2023 kl. 12:30 mun dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson koma og spjalla um heimilishald hjá Marteini Lúther og Katarínu af Bóra.
Steikt ýsa í raspi og Royalbúðingur með þeyttum rjóma.
Verð kr. 2.500.
Fólk þarf að skrá sig og greiða fyrirfram.