Stund fyrir eldri bæjarbúa

Þriðjudagurinn 30. október kl. 14

 Hvaðan er myndin?

Myndagetraun – myndir frá Íslandi

Verðlaun fyrir þann sem þekkir flestar myndirnar

 

Kaffi og með því í safnaðarheimilinu á kr. 500.-

Sjáumst!

Fimmtudagskvöldið 25. október

Kvikmyndasýning á neðri hæð kirkjunnar

Fimmtudagskvöldið 25. október kl. 20 – veitingar í hléi

Gestaboð Babettu

BabettesgæstebudposterDr. Gunnlaugur A. Jónsson, prófessor, spjallar um myndina fyrir sýningu. 

Gestaboð Babettu er gerð eftir skáldsögu Karenar Blixen. Leikstjóri er Gabríel Axel og með aðalblutverk fara Stéphane Audran, Birgitte Federspiel, Bodil Kjær, Jarl Kulle, Jean-Philippe Lafont o.fl. 

Myndin fjallar um Babette sem flýr uppreisnina í Frakklandi og kemur til Danmerkur árið 1871. Hún á enga ættingja í Frakklandi og einu tengslin sem hún hefur við föðurlandið er happdrættismiði sem vinur hennar í París endurnýjar á hverju ári. 

Og eftir 14 ár kemur að því að hún fær stóra vinninginn. Allir búast við því að hún snúi til baka en þess í stað eyðir hún peningunum í að útbúa glæsilegan málsverð sem hún býður til í minningu látins prests en siðareglur hans og venjur setja enn svip sinn á samfélagið. 

Babette hafði verið yfirkokkur á fínum veitingastað í París fyrir uppreisnina og notar nú tækifærið til að sýna hvað í henni býr.

Sunnudagurinn 28. október 2018

Fræðslumorgunn kl. 10

Pílagrímagöngur - sr. Elínborg Sturludóttir talar.

Messa og sunnudagaskóli kl. 11

Sr. Bjarni Þór Bjarnason, sóknarprestur,  þjónar.

Friðrik Vignir Stefánsson er organist.

Leiðtogar annast um sunnudagaskólann.

Félagar úr Kammerkórnum syngja.

Kaffiveitingar og samfélag eftir athöfn í safnaðarheimilinu.

Sunnudagurinn 21. október

seltja loft

Gospelmessa og sunnudagaskóli kl. 11

Sr. Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti, þjónar. 

Friðrik Karlsson, gítarleikari,  sér um tónlist ásamt fleiri tónlistarmönnum. 

Sunnudagaskólinn á sama tíma í umsjá leiðtoga. 

Kaffiveitingar og samfélag í safnaðarheimilinu eftir athöfn.

Sunnudagurinn 14. október

Fræðslumorgunn kl. 10

Sverrir Jakobsson, prófessor í miðaldasögu, segir frá bók sinni Kristur - saga hugmyndar.


Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11

Sr. Bjarni Þór Bjarnason, sóknarprestur, þjónar.
Friðrik Vignir Stefánsson er organisti.
Leiðtogar sjá um sunnudagaskólann.
Félagar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju syngja.
Kaffiveitingar og samfélag eftir athöfn í safnaðarheimilinu.