Auglýsum eftir æskulýðsfulltrúa

Seltjarnarneskirkja - Æskulýðsfulltrúi

barnalok08Á Seltjarnarnesi búa um 4.500 manns og þar er Seltjarnarneskirkja. Blómlegt og fjölbreytt safnaðarstarf er í kirkjunni.  Til viðbótar við reglulegar guðsþjónustur er boðið uppá fræðslumorgna, fermingarfræðslu, kyrrðarstundir, starf með öldruðum, foreldramorgna og barna- og æskulýðsstarf. Annað hvert ár er haldin metnaðarfull Listahátíð á vegum kirkjunnar.

Seltjarnarneskirkja óskar eftir heiðarlegum og góðum einstaklingi í starf æskulýðsfulltrúa. Æskulýðsfulltrúi ber ábyrgð gagnvart sóknarpresti og sóknarnefnd á æskulýðsstarfi kirkjunnar. Áætlað starfshlutfall er í kringum 30%.

Helstu verkefni

  • Umsjón og skipulag með barna- og æskulýðsstarfi
  • Utanumhald um foreldramorgna
  • Umsjón með sunnudagaskóla

Menntun og hæfniskröfur

  • Haldgóð reynsla úr kristilegu æskulýðsstarfi
  • Reynsla og hæfni úr starfi með börnum og unglingum
  • Djákna- eða guðfræðimenntun er kostur
  • Frumkvæði og samskiptahæfni
  • Skipulagshæfileikar og sjálfstæð vinnubrögð

Umsóknarfrestur er til og með 30. júní n.k. Ráðið verður í starfið frá 1. september 2018.

Frekari upplýsingar veitir sr. Bjarni Þór Bjarnason sóknarprestur í síma 561-1550 eða 899-6979.

Umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf og sendist á:

Sóknarprest:                          This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Formann sóknarnefndar:     This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

.

Sjómannadagurinn 3. júní

Sjómannadagurinn 3. júní 2018 í Seltjarnarneskirkju

Guðsþjónusta kl. 11.

Sóknarprestur þjónar.

Organisti safnaðarins leikur á orgelið.

Þóra H. Passauer leiðir almennan safnaðarsöng.
Sjómannasálmar sungnir.

Kaffiveitingar og samfélag eftir athöfn í safnaðarheimili kirkjunnar.

Sunnudagurinn 27. maí 2018

Hátíðarmessa kl. 11.

Séra Friðrik Friðriksson150 ár liðin frá fæðingu sr. Friðriks Friðrikssonar.

Allir sálmarnir í messunni eftir sr. Friðrik.

Sr. Kristján Búason, fyrrverandi dósent, prédikar.

Eyrún Rúnarsdóttir leiðir almennan safnaðarsöng.

Sr. Bjarni Þór Bjarnason þjónar fyrir altari.

Kaffiveitingar og samfélag eftir messu í safnaðarheimilinu.

Sunnudagurinn 29. apríl 2018

Fræðslumorgunn kl. 10.

Erindi um friðarhugtakið og friðarmál
Sr. Bjarni Þór Bjarnason talar.

Fjölskylduhátið kl. 11

sunnudagaskoli

Lokahátíð sunnudagaskólans. Leiðtogar sjá um stundina ásamt sóknarpresti og organista.
Mikill söngur og mikið gaman. Pylsuveisla eftir athöfnina.

Sunnudagurinn 22. apríl 2018

baenastandurFræðslumorgunn kl. 10

Erindi um friðarhugtakið og frið í heiminum

Sr. Bjarni Þór Bjarnason talar

Friðarmessa og sunnudagaskóli kl. 11

Sóknarprestur þjónar. Organisti er Glúmur Gylfason. Leiðtogar sjá um sunnudagaskólann. Félagar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju syngja. Kaffiveitingar og samfélag eftir athöfn í safnaðarheimilinu.