Fréttir, Listasýningar
Guðrún Einarsdóttir sýnir á Veggnum Gallerýi
Nú stendur yfir sýning á þremur myndum eftir Guðrúnu Einarsdóttur á Veggnum Gallerýi í kirkjunni. Sýningin stendur út september 2024 og er opin á venjulegum viðverutíma starfsmanna.
Guðrún Einarsdóttir er einn fremsti íslenski myndlistarmaður samtímans. Hún stundaði nám í málaradeild og fjöltæknideild Myndlista- og Handíðaskóla Íslands á 9. áratugnum, ásamt námskeiðum í efnafræði síðar á ferlinum.
Hún hefur á ferli sínum skapað einstakan myndheim sem sóttur er í myndanir og form í náttúrunni. Séð úr fjarlægð eru málverk hennar sláandi í einfaldleik sínum en þegar nær er komið lýkst upp heillandi veröld margbreytilegra smáatriða.
Verk Guðrúnar mætti kalla „náttúrumálverk“, en þau eru í grundvallaratriðum byggð á tilraunum hennar með olíumálningu, bindi- og leysiefni. Í sköpun verkanna kannar Guðrún undirliggjandi form efnanna með því að framkalla tilraunir með blöndun olíumálningu og bindi- og leysiefna.