Barna og æskulýðsstarf, Fréttir
Sunnudagaskólinn hefst á ný, sunnudaginn 29. september n.k.
Það er okkur mikil ánægja að tilkynna að barna- og æskulýðsstarf Seltjarnarneskirkju mun hefjast aftur þann 29. september n.k.
Pálína S Magnúsdóttir mun sjá um starfið.
Við hlökkum til að bjóða öll börn velkomin í kirkjuna. Við munum leggja okkur fram um að vera með spennandi og fræðandi starf fyrir sem flest í vetur.
Markmið með barna- og æskulýðsstarfi kirkjunnar er að skapa jákvætt, skemmtilegt og öruggt umhverfi fyrir börnin og unglingana okkar. Við munum hafa ýmislegt á dagskránni og munum leggja okkur fram við að hjálpa börnunum að þróa hæfni eins og vináttu, kærleik, hugrekki, sköpun, samskipti og fleira.
Það starf sem verður í boði í betur er:
Sunnudagaskólinn á sunnudögum kl. 11-12.
Barnastarf fyrir börn á aldrinum 6-12 ára á mánudögum kl. 16:00-17:00.
Æskulýðsstarf fyrir 13 ára og eldri á sunnudögum kl. 20:00-21:30.