Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar áhugamanna og Nótunnar í kirkjunni

Sinfóníuhljómsveit áhugamanna í samvinnu við Nótuna, uppskeruhátíð tónlistarskólanna, heldur tónleika í Seltjarnarneskirkju laugardaginn 23. nóvember 2024, klukkan 16:00.

Stjórnandi er Oliver Kentish.

Einleikarar: Ásgerður Sara Háfdánardóttir (píanó), Björney Anna Aronsdóttir (fiðla), Kamilla Kerekes (horn), Sigrún Klausen (fiðla) og Sigurjón Jósef Magnússon (flauta).

Aðgangseyrir er kr. 3.000, afsláttarverð kr. 2.000 fyrir nemendur og eldri borgara, greiðist við innganginn eða inn á reikning 0137 05 18182, kt. 470497-2469.