Tónleikar í kvöld og á morgun í kirkjunni

Seltjarnarneskirkja minnir á tónleika Kammerkórsins í kvöld, miðvikudaginn 4. desember og tónleikar Sigríðar Óskar Kristjánsdóttur á morgun, fimmtudaginn 5. desember.

Kammerkórinn syngur jólalög undir stjórn Friðriks Vignis Stefánssonar.

Sigríður Ósk Kristjánsdóttir mezzo-sópran verður með tónleika á morgun, fimmtudag. Með henni verða Eyjólfur Pálsson tenór, Herdís Anna Jónasdóttir sópran að ógleymdum Kristjáni Jóhannssyni tenór, sem hefur sjaldan verið betri. Jón Bjarnason leikur á orgelið og Ólöf Sigursveinsdóttir leikur á selló.

Kirkjan hvetur bæjarbúa til þess að missa ekki af þessum tvennum tónleikum.