Sunnudaginn 15. desember n.k. opnar Seltjarnarneskirkja yfirlitssýningu á nokkrum verkum eftir Sigríði Gyðu Sigurðardóttur. Sýningin er sett upp til þess að minnast þess að þau sæmdarhjón, Sigríður og Sigurgeir Sigurðsson,hefðu bæði orðið níræð í þessum mánuði.
Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri mun minnast þeirra með nokkrum orðum á fræðslufundi í kirkjunni á sunnudaginn. Fræðslufundurinn hefst kl. 10 og sýningin opnar á sama tíma.
Við hvetjum sem flesta Seltirninga til þess að koma við í kirkjunni og njóta myndanna.