Category Archives: Helgihald

Sunnudagurinn 15. september 2024

Fræðslumorgunn kl. 10 Þróun listar í almannarými Reykjavíkurborgar. Sigurður Trausti Traustason, deildarstjóri safneignar og rannsókna á Listasafni Reykjavíkur. Guðsþjónusta kl. 11 Sr. Bjarni Þór Bjarnason, sóknarprestur þjónar. Friðrik Vignir Stefánsson er organisti. Félagar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju syngja Kaffiveitingar og samfélag eftir athöfn í safnaðarheimilinu

Sunnudagurinn 8. september 2024

Fræðslumorgunn kl. 10 Guðrún Ágústsdóttir, hópstjóri, rifjar upp minningar um afa sinn og ömmu, sr. Bjarna Jónsson og frú Áslaugu Ágústsdóttur. Guðsþjónusta kl. 11 Sr. Bjarni Þór Bjarnason þjónar. Friðrik Vignir Stefánsson er organisti. Félagar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju syngja. Kaffiveitingar og samfélag eftir athöfn í safnaðarheimilinu

Sunnudagurinn 1. september 2024

Fræðslumorgunn kl. 10 Bygginga- og myglurannsóknir á Íslandi til þessa dags. Dr. Svana Helen Björnsdóttir, verkfræðingur, talar. Uppskerumessa kl. 11 Sr. Bjarni Þór Bjarnason, sóknarprestur, þjónar. Friðrik Vignir Stefánsson er organisti. Félagar úr Kammerkórnum syngja. Sýning á verkum Guðrúnar Einarsdóttur opnuð á Veggnum gallery. Kaffiveitingar í safnaðarheimilinu eftir athöfn. Grænmetismarkaður til styrktar Hjálparstarfi kirkjunnar, hagstætt […]

Sunnudagurinn 30. júní 2024

Fræðslumorgunn kl. 10 „Endalok geirfuglsins, grafreitirnir á Nýfundnalandi og Íslandi.“ Gísli Pálsson, prófessor emeritus, talar. Guðsþjónusta kl. 11 Sóknarprestur þjónar. Hrafnkell Karlsson er organisti. Eygló Rúnarsdóttir er forsöngvari. Kaffiveitingar og samfélag eftir athöfn í safnaðarheimilinu

Sunnudagurinn 23. júní 2024

Fræðslumorgunn kl. 10 í sal Lyfjafræðisafnsins Safnatröð 3 á Seltjarnarnesi, bak við Nesstofu. Söguleg nálægð við Nes. Kristrún Heimisdóttir, lögfræðingur, talar. Helgistund kl. 11 í sal Lyfjafræðisafnsins.  Sóknarprestur þjónar. Hljómsveitin Sóló leikur og syngur. Ástvaldur Traustason mætir með harmónikkuna. Ólöf Ingólfsdóttir leiðir almennan safnaðarsöng. Pylsuveisla eftir athöfn.