Sunnudagurinn 15. september

styttaMessa kl. 11.

Sr. Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup í Skálholti,  þjónar ásamt sóknarpresti. Organisti er Friðrik Vignir Stefánsson. Félagar úr Kammerkór kirkjunnar syngja. Sunnudagaskólinn á sama tíma.
Sendiherra Þýskalands á Íslandi, Thomas Hermann Meister, mun afhenda söfnuði Seltjarnarneskirkju styttu að gjöf frá þýska ríkinu. Kaffiveitingar.

Málþing kl. 12:30

Kl. 12.30 hefst stutt málþing um dr. Martein Lúther, sem standa mun yfir í klukkutíma. Eftirfarandi aðilar flytja fyrirlestra: ,,Lúther í mynd.” Dr. Gunnar Kristjánsson, prófastur.
Siðbótin og vægi hennar – nokkrir punktar. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, héraðsprestur.
Hin sístæða siðbót (Ecclesia semper reformanda). Áherslur Marteins Lúthers til siðbótar í  kirkjunni fyrr og nú. Sr. Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup.

Messa sunnudaginn 8. september kl. 11

jjMessa kl. 11 með þátttöku íbúa á Austurströnd, Eiðistorgi, Hrólfskálamel og Steinavör.

Jenna Jensdóttir, rithöfundur, heiðruð í tilefni af 95 ára afmæli hennar í ágúst síðastliðnum. Kristín Steinsdóttir, formaður Rithöfundasambands Íslands flytur ávarp. Sýning á bókum Jennu í forkirkju. Barn borið til skírnar. Sunnudagaskólinn á sama tíma. Sr. Bjarni Þór Bjarnason, sóknarprestur, þjónar. Organisti er Friðrik Vignir Stefánsson. Félagar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju syngja. Kaffiveitingar.

Sunnudagur 1. september

Messa sunnudaginn 1. september kl. 11. 

Sóknarprestur þjónar ásamt organista. Félagar úr Kammerkór kirkjunnar syngja. Sunnudagaskólinn hefst að loknu sumarleyfi. Sýning á myndum Sigrúnar Sigurðardóttur opnuð í lok messu. Kaffi og með því