A FESTIVAL OF NINE LESSONS WITH CAROLS

Laugardaginn 16. desember kl. 14 verður áhugaverður viðburður í Seltjarnarneskirkju.

A Festival of nine lessons with Carols verða í boði. Eliza Reid forsetafrú mun lesa fyrsta lesturinn um spádóma Jesúbarnsins. Átta aðrir lesarar munu lesa texta um spádóma og fæðingu barnsins í Betlehem úr Gamla og nýja testamentinu.

Kammerkór Seltjarnarneskirkju mun syngja jólasálma á milli lestra. Friðrik Vignir Sefánsson er organisti. Sóknarprestur stýrir athöfninni sem fer fram á ensku.
Þessi athöfn var fyrst flutt í kapellu King’s College í Cambridge árið 1918.

Boðið verður upp á veitingar í safnaðarheimilinu.
Athöfnin er ókeypis og allir velkomnir.

Skildu eftir svar