Fræðslumorgunn kl. 10.
Heila málið – að vera aðstandandi heilabilaðs einstaklings. Gunnhildur Skaftadóttir landfræðingur talar.
Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11.
Sr. Bjarni Þór Bjarnason þjónar. Friðrik Vignir Stefánsson er organisti. Pálína Magnúsdóttir sér um sunnudagaskólann. Félagar úr Laufáskórnum syngja. Kaffiveitingar eftir athöfn.
Á þriðjudag er stund fyrir eldri bæjarbúa kl. 12.30. Kjötbolluveisla frá Múlakaffi. Á miðvkudag er morgunkaffi kl. 9. Rætt um þjóðmál. Gestur fundarins verður Gunnar Alexander Ólafsson og fjallar um orustu Bismarks og Hood við Íslandsstendur.
Kyrrðarstund kl. 12. Létt máltíð á eftir.