Vortónleikar Kammerkórsins n.k. laugardag

Við mælum með notalegri stund á laugardegi með Kammerkór Seltjarnarneskirkju.

Dagskráin er fjölbreytt að vanda og samanstendur af kórlögum í fallegum útsetningum, íslenskum jafnt sem erlendum.

Stjórnandi er Friðrik Vignir Stefánsson.

Tónleikarnir hefjast kl. 16:00 og verð aðgöngumiða er kr. 3.000.