OPINN FUNDUR UM NÝ HANDBÓKARDRÖG ÞJÓÐKIRKJUNNAR

Sóknarnefnd Seltjarnarneskirkju heldur opinn fund mánudaginn 20. október kl. 20:00 um ný handbókardrög þjóðkirkjunnar, tilraunaform sem ætlunin er að prófa til ársins 2027 en verður síðan endurskoðað eftir þann tíma.


Fulltrúar handbókarnefndar þjóðkirkjunnar, sr. Elínborg Sturludóttir og sr. Kristján Valur Ingólfsson, munu mæta á fundinn og kynna handbókina og skýra tilurð og tilgang breytinga sem fyrirhugað er að gera á handbókinni.


Magnús Benediktsson, sem sæti á í sóknarnefnd Seltjarnarneskirkju, mun fara yfir athugasemdir og spurningar sem fram hafa komið í sóknarnefnd Seltjarnarneskirkju.


Fundarstjóri verður Ingimar Sigurðsson, kirkjuvörður.

Kaffiveitingar.  Allir velkomnir.