Category Archives: Óflokkað

Sunnudagurinn 27. október 2024

Fræðslumorgunn kl. 10 Biblían í verkum Laxness. Dr. Gunnar Kristjánsson, prófastur emeritus, talar Messa og sunnudgaskóli kl. 11 Sóknarprestur þjónar. Friðrik Vignir Stefánsson er organisti. Pálína Magnúsdóttir sér um sunnudagaskólann. Félagar úr Kammerkórnum syngja Kaffi og kökur eftir athöfn í safnaðarheimilinu.

Kótelettudagur eldri borgara 24. september kl. 11:30

Kótelettudagur eldri borgara í safnaðarheimilinu þriðjudaginn 24. september n.k. og hefst kl. 11:30. Athugið nýr tími. Gestir koma og kynna Osteo strong kerfið, sem er gott fyrir vöðva, liðamót og bein. Maturinn kostar kr. 3.500 og kemur frá Múlakaffi. Vinsamlega skráið ykkur sem fyrst á eyðublöðum í kirkjunni eða hjá kirkjuverði í síma 896-7800.

Mugison með tónleika í Seltjarnarneskirkju

Mugison verður með tónleika í Seltjarnarneskirkju föstudaginn 20. september n.k. Tónleikarnir hefjast kl. 20:00 og standa í um klukkustund. Miðaverð er kr. 4.500 í forsölu á tix.is og kr. 5.000 við innganginn. Við hvetjum Seltirninga til þess að mæta í kirkjuna og hlusta á Mugison.

Sunnudagurinn 8. september 2024

Fræðslumorgunn kl. 10 Guðrún Ágústsdóttir, hópstjóri, rifjar upp minningar um afa sinn og ömmu, sr. Bjarna Jónsson og frú Áslaugu Ágústsdóttur. Guðsþjónusta kl. 11 Sr. Bjarni Þór Bjarnason þjónar. Friðrik Vignir Stefánsson er organisti. Félagar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju syngja. Kaffiveitingar og samfélag eftir athöfn í safnaðarheimilinu

Sunnudagurinn 1. september 2024

Fræðslumorgunn kl. 10 Bygginga- og myglurannsóknir á Íslandi til þessa dags. Dr. Svana Helen Björnsdóttir, verkfræðingur, talar. Uppskerumessa kl. 11 Sr. Bjarni Þór Bjarnason, sóknarprestur, þjónar. Friðrik Vignir Stefánsson er organisti. Félagar úr Kammerkórnum syngja. Sýning á verkum Guðrúnar Einarsdóttur opnuð á Veggnum gallery. Kaffiveitingar í safnaðarheimilinu eftir athöfn. Grænmetismarkaður til styrktar Hjálparstarfi kirkjunnar, hagstætt […]

Sumarsól – hádegistónleikar

Sigríður Ósk Kristjánsdóttir, mezzósópran heldur hádegistónleika í Seltjarnarneskirkju þriðjudaginn 27. ágúst n.k. ásamt Hallveigu Rúnarsdóttur sópran, Hrönn Þráinsdóttur píanóleikara og Matthíasi Stefánssyni fiðluleikara. Tónleikarnir hefjast kl. 12:00. Miðar á tix.is

Magnúsarmessa sunnudaginn 18. ágúst

Magnúsarmessa kl. 11. Í þessari messu verður tónlist Magnúsar Eiríksssonar flutt sem forspil og eftirspil. Þorsteinn Freyr Sigurðsson leiðir almennan safnaðarsöng og syngur lagið „Samferða“ eftir Magnús. Friðrik Vignir Stefánsson, organisti, leikur fimlega sem fyrr á orgel kirkjunnar. Sr. Bjarni Þór Bjarnason, sóknarprestur, leiðir athöfnina. Sóknarnefndarmenn lesa ritningarlestra. Kaffiveitingar eftir athöfn í safnaðarheimili kirkjunnar.