Messur og fræðslufundir, Óflokkað
Magnúsarmessa sunnudaginn 18. ágúst
Magnúsarmessa kl. 11.
Í þessari messu verður tónlist Magnúsar Eiríksssonar flutt sem forspil og eftirspil. Þorsteinn Freyr Sigurðsson leiðir almennan safnaðarsöng og syngur lagið “Samferða” eftir Magnús.
Friðrik Vignir Stefánsson, organisti, leikur fimlega sem fyrr á orgel kirkjunnar.
Sr. Bjarni Þór Bjarnason, sóknarprestur, leiðir athöfnina.
Sóknarnefndarmenn lesa ritningarlestra.
Kaffiveitingar eftir athöfn í safnaðarheimili kirkjunnar.