Kjartan Magnússon borgarfulltrúi og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins verður gestur okkar í kirkjnni nú á miðvikudaginn 9. október kl. 9:00. Allir velkomnir og heitt á könnunni.
Starfsemi sunnudagaskólans hófst að nýju í dag. Um 30 krakkar auk foreldra komu í kirkjuna í dag. Pálína Magnúsdóttir hefur verið ráðinn fræðslu- og æskulýðsfulltrúi og stýrir sunnudagakólanum. Afskaplega ánægjulegt að sjá allan þennan fjölda koma í sunnudagaskólann í dag.
Pálína Magnúsdóttir hefur verið ráðin æskulýðs- og fræðslufulltrúi við Seltjarnarneskirkju. Hún hefur nú þegar hafið störf. Pálína mun stýra sunnudagaskólanum auk þess að hafa umsjón með barnastarfi og æskulýðsstarfi Við bjóðum Pálínu innilega velkomna til starfa á ný.
Það er okkur mikil ánægja að tilkynna að barna- og æskulýðsstarf Seltjarnarneskirkju mun hefjast aftur þann 29. september n.k. Pálína S Magnúsdóttir mun sjá um starfið. Við hlökkum til að bjóða öll börn velkomin í kirkjuna. Við munum leggja okkur fram um að vera með spennandi og fræðandi starf fyrir sem flest í vetur. Markmið […]