Sunnudagaskólinn hefst á ný, sunnudaginn 29. september n.k.

Það er okkur mikil ánægja að tilkynna að barna- og æskulýðsstarf Seltjarnarneskirkju mun hefjast aftur þann 29. september n.k. Pálína S Magnúsdóttir mun sjá um starfið. Við hlökkum til að bjóða öll börn velkomin í kirkjuna. Við munum leggja okkur fram um að vera með spennandi og fræðandi starf fyrir sem flest í vetur. Markmið […]

Sunnudagurinn 29. september 2024

Fræðslumorgun kl. 10 „Enga gjöf gátu Danir betur valið Íslandi“. Eiríkur G. Guðmundsson, sagnfræðingur og fyrrverandi þjóðskjalavörður talar. Guðsþjónusta kl. 11 Sr. Bjarni Þór Bjarnason þjónar. Friðrik Vignir Stefánsson er organisti. Félagar úr Kammerkórnum syngja. Kaffiveitingar og samfélag í safnaðarheimilinu eftir athöfn.

Sunnudagurinn 22. september 2024

Fræðslumorgunn kl. 10 Upphaf Ísraelsríkis nútímans. Sæmundur Rögnvaldsson, sagnfræðingur, talar Guðsþjónusta kl. 11 Sr. Bjarni Þór Bjarnason, sóknarprestur, þjónar. Friðrik Vignir Stefánsson er organisti. Félagar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju syngja Kaffiveitingar og samfélag í safnaðarheimilinu eftir athöfn

Kótelettudagur eldri borgara 24. september kl. 11:30

Kótelettudagur eldri borgara í safnaðarheimilinu þriðjudaginn 24. september n.k. og hefst kl. 11:30. Athugið nýr tími. Gestir koma og kynna Osteo strong kerfið, sem er gott fyrir vöðva, liðamót og bein. Maturinn kostar kr. 3.500 og kemur frá Múlakaffi. Vinsamlega skráið ykkur sem fyrst á eyðublöðum í kirkjunni eða hjá kirkjuverði í síma 896-7800.

Mugison með tónleika í Seltjarnarneskirkju

Mugison verður með tónleika í Seltjarnarneskirkju föstudaginn 20. september n.k. Tónleikarnir hefjast kl. 20:00 og standa í um klukkustund. Miðaverð er kr. 4.500 í forsölu á tix.is og kr. 5.000 við innganginn. Við hvetjum Seltirninga til þess að mæta í kirkjuna og hlusta á Mugison.

Sunnudagurinn 15. september 2024

Fræðslumorgunn kl. 10 Þróun listar í almannarými Reykjavíkurborgar. Sigurður Trausti Traustason, deildarstjóri safneignar og rannsókna á Listasafni Reykjavíkur. Guðsþjónusta kl. 11 Sr. Bjarni Þór Bjarnason, sóknarprestur þjónar. Friðrik Vignir Stefánsson er organisti. Félagar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju syngja Kaffiveitingar og samfélag eftir athöfn í safnaðarheimilinu

Guðrún Einarsdóttir sýnir á Veggnum Gallerýi

Nú stendur yfir sýning á þremur myndum eftir Guðrúnu Einarsdóttur á Veggnum Gallerýi í kirkjunni. Sýningin stendur út september 2024 og er opin á venjulegum viðverutíma starfsmanna. Guðrún Einarsdóttir er einn fremsti íslenski myndlistarmaður samtímans. Hún stundaði nám í málaradeild og fjöltæknideild Myndlista- og Handíðaskóla Íslands á 9. áratugnum, ásamt námskeiðum í efnafræði síðar á […]

Sunnudagurinn 8. september 2024

Fræðslumorgunn kl. 10 Guðrún Ágústsdóttir, hópstjóri, rifjar upp minningar um afa sinn og ömmu, sr. Bjarna Jónsson og frú Áslaugu Ágústsdóttur. Guðsþjónusta kl. 11 Sr. Bjarni Þór Bjarnason þjónar. Friðrik Vignir Stefánsson er organisti. Félagar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju syngja. Kaffiveitingar og samfélag eftir athöfn í safnaðarheimilinu