Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur verður gestur okkar í kirkjunni á þjóðmálafundi n.k. miðvikudag, 23. október. Fundurinn hefst kl. 9:00. Allir velkomnir, heitt á könnunni og meððððí …
Kjartan Magnússon borgarfulltrúi og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins verður gestur okkar í kirkjnni nú á miðvikudaginn 9. október kl. 9:00. Allir velkomnir og heitt á könnunni.
Starfsemi sunnudagaskólans hófst að nýju í dag. Um 30 krakkar auk foreldra komu í kirkjuna í dag. Pálína Magnúsdóttir hefur verið ráðinn fræðslu- og æskulýðsfulltrúi og stýrir sunnudagakólanum. Afskaplega ánægjulegt að sjá allan þennan fjölda koma í sunnudagaskólann í dag.
Pálína Magnúsdóttir hefur verið ráðin æskulýðs- og fræðslufulltrúi við Seltjarnarneskirkju. Hún hefur nú þegar hafið störf. Pálína mun stýra sunnudagaskólanum auk þess að hafa umsjón með barnastarfi og æskulýðsstarfi Við bjóðum Pálínu innilega velkomna til starfa á ný.