Fræðslumorgunn í sal Lyfjafræðisafnsins við hlið Nesstofu kl. 10. Glúmur Gylfason, organisti og fræðimaður, fjallar um sögulega þætti tengda Nesi á Seltjarnarnesi.
Helgistund í sal Lyfjafræðisafnsins kl. 11. Sr. Bjarni Þór Bjarnason þjónar. Sr. Sveinbjörn Dagnýjarson flytur hugleiðingu. Daníel Arason sér um tónlist. Félagi úr Kammerkórnum syngur.
Pysluveisla eftir athöfn.
Fimmtudaginn 26. júní verður farið í ferð til Grindavíkur. Lagt af stað frá Seltjarnarneskirkju kl. 9 árdegis.