Fimmtudaginn 20. júní n.k. fer karlakaffið í ferð um Snæfellsnes. Farið verður í Stykkishólm, að Bjarnarhöfn og til Grundarfjarðar. Þar verður snæddur kvöldverður og síðan ekið til baka á Seltjarnarnes. Áhugasamir hafi samband við kirkjuvörð í síma 896-7800.
Monthly Archives: maí 2024
Fræðslumorgunn kl. 10 Hetjudáðir á hafi úti. Steinar J. Lúðvíksson, rithöfundur, talar Guðsþjónusta kl. 11 Sóknarprestur þjónar og organisti kirkjunnar leikur á orgelið. Sigþrúður Erla Arnardóttir leiðir söng. Kaffiveitingar eftir athöfn. Rjómaterta í boði Nesskipa.
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar kom á fund í kirkjunni þann 29. maí 2025. Kristrún fór vítt yfir svið stjórnmálanna og svaraði fyrirspurnum. Fundurinn var vel sóttur.
Nú stendur yfir sýning á tveimur myndum eftir Selmu Kaldalóns (1919 til 1984). Myndirnar eru Blóm í vasa og Nesstofa. Sýningin stendur út mai.
Aðalfundur safnaðarins var haldinn í gær. Sóknarnefnd Seltjarnarneskirkju starfsárið 2024 til 2025 er þannig skipuð: AÐALMENN: Guðmundur Einarsson, varaformaður, Víkurströnd 14, Seltjarnarnesi, Guðrún Brynjólfsdóttir, ritari, Eiðismýri 14a, Seltjarnarnesi, Gunnlaugur A. Jónsson, Bollagörðum 61, Seltjarnarnesi, Ólafur Ísleifsson, gjaldkeri, Melabraut 7, Seltjarnarnesi, Steinunn Einarsdóttir, Boðagranda 7, Reykjavík, Svana Helen Björnsdóttir, formaður, Kolbeinsmýri 14, Seltjarnarnesi og Þórleifur Jónsson, […]
Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra mætti á fund í kirkjunni 22. maí 2025. Sigurður ræddi stöðu ríkisfjármála og svaraði spurningum fundarmanna. Fundurinn var vel sóttur.
Halla Tómasdóttir frambjóðandi til forseta Íslands kom á fund til okkar í kirkjunni 15. maí 2025 ásamt eiginmanni sínum Birni Skúlasynid. Halla fór yfir sviðið, hvers vegna hún væri í framboði og fyrir hvað hún stæði fyrir. Fundurinn var vel sóttur.